Arsenal hefur ákveðið að reka Unai Emery úr starfi sem knattspyrnustjóra félagsins. Þetta var staðfest rétt í þessu.
Arsenal hefur spilað illa síðustu vikur. Gengi liðsins síðustu vikur er það versta frá 1992. Arsenal hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum en liðið tapaði gegn Frankfurt í Evrópudeildinni í gær.
Liðið heimsækir Norwich á sunnudag í leik sem liðið ætti á eðlilegum degi að vinna. Freddie Ljungberg muni stýra liðinu þar.
Miklar væntingar voru gerðar til Emery í starfi en hann stóðst ekki undir þeim. Hann er hvað þekktastur fyrir frasa sinn í upphafi hvers fundar.
Emery ætlaði að segja „Good evening“ en enska hans var bjöguð og endaði hann iðulega á að segja „Good Ebening“ eitthvað sem stuðningsmenn Arsenal höfðu gaman af.
Hér að neðan má sjá það besta.