Richarlison, leikmaður Everton, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2024.
Þetta var staðfest í dag en Richarlison kom til Everton frá Watford fyrir einu og hálfu ári síðan.
Hann hefur síðan þá skorað 19 mörk í 54 leikjum en gengið hefur verið erfitt á þessu tímabili.
Brassinn er þó aðeins 22 ára gamall og fær reglulega að spila undir stjórn Marco Silva.
Sóknarmaðurinn er einnig orðinn hluti af brasilíska landsliðinu og er með sex mörk í 19 leikjum.