Ann Mari Olson, er harður stuðningsmaður Manchester United en hún er hvað þekktust fyrir störf sín sem fyrirsæta og gerir það gott sem slík.
Olson styður við Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins og vonar að hann geti komið liðinu aftur á toppinn.
Hún hefur líka fengið ógeð af því hvernig stuðningsmenn félagsins, koma fram við í Jesse Lingard. Lingard hefur lítið getað síðasta árið.
,,Lingard á skilið betri framkomu, hann kemur alltaf vel fram og leggur allt í leikina,“ sagði Olson.
,,Drengurinn á skilið betri framkomu, ég hata að segja þetta um dreng frá Manchester. Hann á skilið fleiri tækifæri.“
,,Hann er rauður í gegn og á ekki skilið að þola neitt ofbeldi.“
Lingard er að verða 27 ára gamall en sagt er að Manchester United vilji losna við hann, launapakki hans er slíkur að það gæti reynst erfitt.