Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er mögulega með nýjan Ashley Cole í röðum félagsins.
Portúgalinn segir þetta sjálfur en Ryan Sessegnon spilar með Tottenham og kom frá Fulham í sumar.
Cole og Mourinho unnu lengi saman hjá Chelsea og var sá fyrrnefndi talinn einn sá besti í heimi.
,,Ryan getur spilað í vinstri bakverði, besti bakvörður áratugsins var örugglega Ashley Cole,“ sagði Mourinho.
,,Þó að hann hafi spilað fyrir tvö grannalið þá var hann frábær en Ryan og hann eru svipaðir.“
,,Hann getur lært hvernig á að verjast í framtíðinni. Hann getur orðið vinstri bakvörður en eins og staðan er hann ekki tilbúinn.“