Theodór Guðni Halldórsson er gengin til liðs við Njarðvík á ný en hann skipti yfir til Reynis Sandgerði sl. vetur og lék með þeim sl. sumar.
Teddi eins hann er kallaður kom fyrst til Njarðvíkur frá Keflavík sumarið 2013 og á að baki alls 101 mótsleik og skorað í þeim 49 mörk.
Njarðvík hefur spilað tvo æfingaleiki eftir að Mikae Nikulásson tók við þjálfun liðsins, liðið hefur unnið Vestra og Kórdrengi.
Mikael hefur verið að styrkja lið Njarðvíkur eftir að hann tók við, margir höfðu yfirgefið félagið eftir síðustu leiktíð.
Meðal annars fékk Njarðvík hinn öfluga, Marc McAusland sem hafði staðið vaktina í vörn Grindavíkur og Keflavíkur verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.