Sadio Mane, leikmaður Liverpool, neitar því að hann sé mikið fyrir að dýfa sér eftir umdeilt atvik í leik gegn Napoli í vikunni.
Mane féll þá í teignum í 1-1 jafntefli í Meistaradeildinni og var talað um að hann hafi hent sér í grasið.
Mane hefur verið ásakaður um það sama fyrr á tímabilinu og grínaðist aðeins í blaðamönnum.
,,Já ég tel að þetta hafi verið víti. Ég var ekki að dýfa mér eins og vanalega, ha?“ sagði Mane.
,,Eins og áður þá segi ég að ég er ekki leikmaður sem dýfir sér alltaf til að stela einhverju frá leiknum.“
,,Stundum er ég kannski heppinn og fær víti en hann dæmdi ekkert og ég var ekki að dýfa mér.“