John Hartson, fyrrum leikmaður Arsenal, gagnrýndi Mesut Özil, leikmann liðsins í gær.
Arsenal tapaði 1-2 heima gegn Frankfurt í gær í Evrópudeildinni eftir að hafa komist yfir.
Hartson kennir Özil um seinna mark Frankfurt og ásakar hann um að sýna lítinn sem engan metnað.
,,Horfið á Özil í markinu, hann ætti að vera að kasta sér fyrir boltann,“ sagði Hartson.
,,Hann fer þangað og svo hættir hann. Hann ætti að gera allt til þess að stöðva skotið.“