Það vakti athygli í vikunni þegar Katrín Jakobsdóttir, alþingiskona, mætti í vinnuna með Liverpool trefil um hálsinn.
Katrín var á skjá landsmanna með trefilinn á miðvikudaginn fyrir leik Liverpool og Napoli í Meistaradeildinni.
Liverpool á risastóran aðdáendahóp hér á landi og voru margir sem tóku eftir þessum þó umdeilda trefli.
Leikurinn fór fram á Anfield á miðvikudagsvöld og lauk honum með 1-1 jafntefli þar sem spennan var mikil.
Katrín var spurð út í þessa ákvörðun í þætti Gísla Marteins á Rúv í kvöld en hún segir að trefillinn hafi verið gjöf frá eiginmanninum.
,,Mér þykir mjög vænt um þennan trefil, eiginmaðurinn minn gaf mér hann,“ sagði Katrín í þættinum Vikan með Gísla Marteini.
Hér sjá mynd af treflinum umtalaða.