Steven Gerrard, goðsögn Liverpool, segir að Virgil van Dijk eigi skilið að vinna Ballon d’Or verðlaunin í lok árs.
Van Dijk kemur til greina í valinu og segir Gerrard að Hollendingurinn eigi þau frekar skilið en Leo Messi, leikmaður Barcelona.
,,Já hann á þetta 100 prósent skilið. Ég er aðdáandi Messi, ég elska leikmanninn,“ sagði Gerrard.
,,Hann er með fáránlegar tölur þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, ég er klárlega hans aðdáandi.“
,,Ef þú skoðar hins vegar stöðugleika leikmanns á einu ári, hann vinnur Meistaradeildina og er fullkominn í hverjum leik þá áttu skilið að vinna Ballon d’Or.“