Slavia Prag í Tékklandi hefur sagt Romelu Lukaku að biðjast afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum.
Lukaku sagði það í vikunni að allur völlurinn hafi verið með rasisma er Inter Milan mætti Slavia í Meistaradeildinni.
Tékknenska félagið hefur nú svarað þessum ásökunum Lukaku og segir Belgann bulla.
,,Við þurfum að hafna því að það hafi verið kynþáttaníð um allan völlinn,“ sagði félagið.
,,Við höfum skoðað upptökurnar og það er ekkert sem staðfesti þessi ummæli herra Lukaku.“
,,Félagið er búið að biðjast afsökunar fyrir hegðun sumra aðila og það væri við hæfi fyrir herra Lukaku að biðjast afsökunar.“