Arsenal hefur ákveðið að reka Unai Emery úr starfi sem knattspyrnustjóra félagsins. Þetta var staðfest rétt í þessu.
Arsenal hefur spilað illa síðustu vikur. Gengi liðsins síðustu vikur er það versta frá 1992. Arsenal hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum en liðið tapaði gegn Frankfurt í Evrópudeildinni í gær.
Liðið heimsækir Norwich á sunnudag í leik sem liðið ætti á eðlilegum degi að vinna. Freddie Ljungberg muni stýra liðinu þar.
,,Við óskum Unai alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Josh Kroenke, stjórnarmaður Arsenal um málið.
Emery tók við Arsenal fyrir 18 mánuðum þegar Arsene Wenger lét af störfum, félagið staðfestir að leit að eftirmanni Emery sé byrjuð.
Nuno Espírito Santo, stjóri Wolves er líklegastur til að taka við en Eddie Howe, Max Allegri og fleiri eru nefndir til sögunnar.