Arsenal hefur ákveðið að reka Unai Emery úr starfi sem knattspyrnustjóra félagsins. Þetta var staðfest rétt í þessu.
Arsenal hefur spilað illa síðustu vikur. Gengi liðsins síðustu vikur er það versta frá 1992. Arsenal hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum en liðið tapaði gegn Frankfurt í Evrópudeildinni í gær.
Liðið heimsækir Norwich á sunnudag í leik sem liðið ætti á eðlilegum degi að vinna. Freddie Ljungberg muni stýra liðinu þar.
Sky Sports segir frá því að forráðamenn Arsenal hafi haft áhuga á að ráða Jose Mourinho til starfa en hann fékk svo starfið hjá Tottenham í síðustu viku.
Sky segir að Arsenal sé búið að ræða við Max Allegri, fyrrum þjálfara Juventus en slæm kunátta hans í ensku er sögð vefjast fyrir mönnum.