James Rodriguez, leikmaður Real Madrid, hefur ákveðið að ganga ekki í raðir Arsenal í janúar.
Frá þessu greina spænskir miðlar en James eins og hann er kallaður er ekki aðalmaðurinn á Spáni.
Zinedine Zidane, stjóri Real, er ekki mikill aðdáandi miðjumannsins sem spilaði með Bayern Munchen á síðustu leiktíð.
Talað var um að James væri á leið til Arsenal í janúar en hann vill ekki færa sig yfir til Englands.
Hann hefur ákveðið að vera áfram í Madríd og ætlar að reyna að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.