Arsenal hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð í öllum keppnum sem hefur ekki gerst síðan 1992.
Arsenal mætti liði Eintracht Frankfurt í kvöld og komst yfir í hörku viðureign í Evrópudeildinni.
Frankfurt sneri leiknum hins vegar sér í vil í seinni hálfleik og vann að lokum 1-2 sigur á Emirates.
Þetta var sjöundi leikurinn í röð þar sem Arsenal vinnur ekki leik – starf Unai Emery er því í mikilli hættu.
Það gerðist ekki einu sinni undir stjórn Arsene Wenger sem stýrði liðinu í 1235 leikjum.