Luis Suarez, leikmaður Barcelona, sendi læknum liðsins skýr skilaboð í dag.
Suarez tjáði sig um vængmanninn Ousmane Dembele sem meiddist í 3-1 sigri á Dortmund í vikunni.
Dembele hefur mikið verið meiddur á Spáni eftir að hafa einmitt komið frá Dortmund.
Læknar Barcelona virðast ekki geta lagað Dembele almennilega og vill Suarez að það breytist.
,,Dembele og læknarnir verða að fara að finna lausn á þessum meiðslum,“ sagði Suarez.
,,Þeir verða að komast að því af hverju hann er alltaf meiddur eftir að hafa jafnað sig. Vonandi snýr hann aftur fljótlega.“