Stuðningsmenn Arsenal eru að vonum reiðir í kvöld eftir spilamennsku liðsins gegn Frankfurt.
Arsenal tapaði 2-1 heima gegn Frankfurt í kvöld og er starf Unai Emery í mikilli hættu.
Granit Xhaka sneri einnig aftur í byrjunarlið Arsenal í kvöld eftir vandræði sem flestir kannast við.
Nú eru margir ósáttir við Xhaka sem var skælbrosandi eftir tapið í kvöld sem gæti skipt sköpum í riðlakeppninni.
Xhaka var ekkert of sár þrátt fyrir tapið en Arsenal komst í 1-0 og tapaði forystunni niður.
Mynd af þessu má sjá hér.