Erling Haland, einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims, hefur trú á að hans menn í Salzburg geti unnið Liverpool.
Salzburg spilar við Liverpool í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en bæði lið eiga möguleika á að komast áfram.
Haland er aðeins 19 ára gamall en hann hefur skorað 27 mörk í aðeins 19 leikjum á tímabilinu.
Ef Salzburg vinnur 1-0 heimasigur á Liverpool þá kemst liðið í 16-liða úrslit.
,,Þetta er besta lið heims. Við vitum þó að við erum góðir á heimavelli og ef við erum upp á okkar besta eigum við möguleika,“ sagði Haland.