Manchester United tapaði óvænt í Evrópudeildinni í dag er liðið mætti FC Astana frá Kasakstan.
United var komið áfram fyrir leikinn ytra í dag og voru margir ungir sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu.
Rúnar Már Sigurjónsson byrjaði fyrir Astana og fékk gult spjald í fyrri hálfleik er liðið vann 2-1 sigur.
Astana á ekki möguleik á að komast áfram en þetta voru fyrstu stig liðsins í riðlakeppninni.
Tveir aðrir leikir voru á dagskrá en Krasnodar vann 1-0 sigur á Basel þar sem Jón Guðni Fjóluson kom ekki við sögu.
FC Astana 2-1 Manchester United
0-1 Luke Shaw(10′)
1-1 Roman Murtazayev(55′)
2-1 Di’Shon Bernard(sjálfsmark, 62′)
Krasnodar 1-0 Basel
1-0 Ari(víti, 72′)
Trabzonspor 0-1 Getafe
0-1 Jaime Mata(50′)