Ole Gunnar Solskjær hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er liðið heimsækir Astana í Evrópudeildinni, rétt fyrir 16:00.
Ethan Laird, Di’Shon Bernard og Dylan Levitt byrja allir en allir eru að spila sinn fyrsta leik.
Luke Shaw og Axel Tuanzebe eru að koma til baka eftir meiðsli og byrja. Jesse Lingard er fyrirliði í leiknum.
Rúnar Már Sigurjónsson er í byrjunarliði Astana en United er komið áfram.
Byrjunarlið United: Grant, Laird, Tuanzebe, Bernard, Shaw, Levitt, Garner, Gomes, Lingard, Chong, Greenwood