Mauricio Pochettino hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir að hafa verið rekinn frá Tottenham í síðustu viku.
Pochettino var látinn fara eftir meira en fimm ár hjá félaginu og tók Jose Mourinho við keflinu.
Argentínumaðurinn þakkaði fyrir sig í þessu bréfi til allra sem tengjast félaginu.
,,Ég vil þakka Joe Lewis og Daniel Levy fyrir það tækifæri að vera hluti af sögu Tottenham,“ sagði Pochettino.
,,Ég vil líka þakka öllum sem ég kynntist hjá Tottenham, starfsfólkinu og leikmönnum sem ég hitti síðustu fimm ár.“
,,Að lokum þá vil ég nefna stuðningsmennina sérstaklega, þeir geta þetta félag sérstakt með mögnuðum stuðningi.“
,,Ég gerði mitt besta til að ná þeim markmiðum sem voru sett á fyrsta fundi. Þau voru erfið en spennandi á sama tíma.“
,,Ég óska öllum góðs gengis í framtíðinni og er viss um að við hittumst aftur einnd aginn.“