Harry Kane, leikmaður Tottenham, segir að Jose Mourinho hafi beðið um ráð frá honum eftir að hafa tekið við í síðustu viku.
Mourinho var ráðinn nýr stjóri Tottenham en Kane er mikilvægasti leikmaður liðsins og þekkir alla leikmenn mjög vel.
,,Við erum ennþá snemma í þessu verkefni, sambandið hefur verið gott hingað til,“ sagði Kane.
,,Við tölum saman og reynum að hjálpa liðinu. Augljóslega er ég einn af leiðtogum liðsins og hann leitar ráða til mín.“
,,Þegar þú vinnur leiki þá hjálpar það sambandinu. Vonandi getum við byggt ofan á það.“