Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkennir að verkefni liðsins í Meistaradeildinni sé erfitt.
Liverpool mætir Salzburg á útivelli í síðustu umferð riðlakeppninnar og dugir jafntefli á útivelli til að senda liðið áfram.
Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Napoli í gær og dugar það ítalska liðinu að ná í stig gegn Genk í lokaumferðinni.
,,Búningsklefi Napoli er að hugsa að þeir séu nú þegar komnir áfram og það gæti verið rétt,“ sagði Klopp.
,,Allir eru að hugsa: ‘Guð minn góður, þetta verður erfitt’ og það er rétt, það er alveg á hreinu.„