Kjartan Henry Finnbogason heldur áfram að gera það sem hann gerir best í Danmörku.
Kjartan spilar með Vejle í dönsku B-deildinni en liðið er á leið í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil miðað við spilamennskuna.
Gengið hefur verið mjög gott í ár en Vejle er með 38 stig á toppnum og vann 4-3 sigur á Viborg í dag.
Kjartan Henry skoraðí þriðja mark liðsins á 65. mínútu sem reyndist mjög mikilvægt.
Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk, næsti leikmaður er með tíu.