Kjartan Henry Finnbogason skráði sig í sögubækurnar í kvöld hjá liði sínu Vejle í Danmörku.
Íslendingavaktin greinir frá þessu fyrst í kvöld en Kjartan skoraði í 4-3 sigri á Viborg í B-deildinni.
Kjartan var að skora sitt 13. mark á tímabilinu en hann hefur samtals skorað 18 mörk á árinu.
Þar er Kjartan að jafna félagsmet Vejle en aðeins einn leikmaður hefur áður skorað svo mörk á einu ári – það gerðist árið 2007.
Íslendingurinn hefur verið frábær á leiktíðinni og er jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar.
Vejle stefnir upp um deild en liðið er í efsta sæti með þriggja stiga forskot.