fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Guðmundi sagt upp eftir 20 ár á Mogganum: „Stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppsagnir hafa staðið yfir á Morgunblaðinu í dag en sagt hefur verið frá að 15 starfsmönnum fjölmiðilsins, hafi verið sagt upp í dag.

Þrír af íþróttadeild Morgunblaðsins, fengu uppsagnarbréfið sitt í dag en þar á meðal var Guðmundur Hilmarsson. Um er að ræða einn virtasta og reynslumesta íþróttablaðamann landsins. Guðmundur átti farsælan feril sem knattspyrnumaður í FH á árum áður.

Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur fengið voru þeir Sindri Sverrisson og Ívar Benediktsson einnig reknir úr starfi af íþróttadeild Morgunblaðsins, báðir hafa mikla reynslu í starfinu.

,,Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili,“ skrifar Guðmundur á Facebook í dag.

Guðmundur hefur starfað sem blaðamaður í 30 ár, hann hefur haft mikla virðingu í starfi. Þannig hefur Guðmundur verið á meðal þeirra sem hafa leitt umfjöllun um íslenska landsliðið. ,,Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reisspassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtilegt við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar