Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur tjáð sig eftir 1-2 tap heima gegn Frankfurt í kvöld.
Emery var ekkert of súr á blaðamannafundi eftir leik og var ánægður með ýmislegt frá sínum mönnum.
,,Við bættum nokkra hluti til að sjá til þess að við fengjum stigin þrjú en það fór út um gluggann síðsutu 15 mínúturnar,“ sagði Emery.
,,Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna til að fá sjálfstraustið aftur. Þetta var fyrsta tapið á heimavelli.“
,,Ég er að hugsa um næsta leik og hvernig við getum bætt okkur. Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við á réttri leið.“