Diego Costa, leikmaður Atletico Madrid, gæti verið á leið til Brasilíu miðað við fregnir kvöldsins.
Costa spilar með Atletico þessa dagana en hann hefur ekki staðist væntingar eftir að hafa komið frá Chelsea.
Flamengo leitar að eftirmanni Gabriel Barbosa sem skoraði 31 mörk í 38 leikjum á tímabilinu er liðið vann tvennuna í Brasilíu.
Liðið býst ekki við að geta haldið framherjanum sem er í láni hjá félaginu frá Inter Milan.
Costa er þekktur markaskorari en fyrrum liðsfélagi hans Filipe Luis spilar með félaginu.