Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Al-Arabi er liðið mætti Al Gharafa í Katar í dag, um var að ræða leik í bikarkeppninni.
Hamdi Harbaoui kom lærisveinum Heimis Hallgrímssonar yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leikinn. Skömmu síðari jafnaði Gharafa.
Al-Arabi fór með jafnteflinu í átta liða úrslit bikarsins en leikið er í tveimur riðlum og komast efstu fjögur liðin áfram.
Heimir Hallgrímsson er á sínu fyrsta heila tímabili í Katar en hann tók við félaginu fyrir rúmu ári síðan.
Birkir Bjarnason lék allan leikinn í dag en hann fyllir skarð Arons Einars Gunnarsson, sem er meiddur.