Miðjumaðurinn ungi Tahith Chong hefði átt að skora í leik gegn Astana í Evrópudeildinni í kvöld.
United heimsótti Astana til Kasakstan og tapaði óvænt 2-1 þar sem Rúnar Már Sigurjónsson lék með heimamönnum.
Chong fékk dauðafæri til að skora annað mark United en hann skaut yfir fyrir framan opnu marki.
Chong bað liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn en Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, greindi frá því.
,,Auðvitað veit hann að hann gerði mistök en hann sagði það sama í búningsklefanum,“ sagði Solskjær.
,,Þetta er erfiður leikur en enginn framherji á að hafa áhyggjur af því að klikka á færum. Þetta snýst um að þroskast og ég held að ég hafi gert það sama á hans aldri.“