fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Arsenal tapaði heima: Síðasti naglinn í kistu Emery? – Arnór lagði upp fyrir Malmö

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg ljóst að starf Unai Emery hjá Arsenal er í gríðarlegri hættu eftir leik í Evrópudeildinni í kvöld.

Arsenal mætti Frankfurt frá Þýskalandi en þeir ensku gátu tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.

Eftir að hafa komist 1-0 yfir þá tapaði Arsenal þeirri forystu niður í seinni hálfleik og þurfti að sætta sig við 1-2 tap á heimavelli.

Arsenal er með 10 stig á toppi riðilsins, Frankfurt er með 9 og Standard Lieger með 7 fyrir lokaumferðina.

Arnór Ingvi Traustason lagði upp mark fyrir lið Malmö sem spilaði við Dynamo Kiev á sama tíma.

Leiknum lauk með 4-3 sigri Malmö en sigurmarkið skoraði Markus Rosenberg á 96. mínútu í uppbótartíma.

Malmö er í öðru sæti með átta stig fyrir lokaumferðina og er því í góðri stöðu með að tryggja sér áfram í næstu umferð. Dynamo er með sex í því þriðja.

Fleiri leikir voru á dagskrá og hér má sjá helstu úrslitin.

Arsenal 1-2 Frankfurt
1-0 Pierre Emerick Aubameyang
1-1 Daichi Kamada
1-2 Daichi Kamada

Malmö 4-3 Dynamo Kiev
1-0 Rasmus Bengtsson
1-1 Vitali Mykolenko
1-2 Viktor Tsygankov
2-2 Markus Rosenberg
3-2 Erdal Rakip
3-3 Benjamin Verbic
4-3 Markus Rosenberg

Sevilla 2-0 Quarabag
1-0 Bryan Gil
2-0 Munas Dabbur

Celtic 3-1 Rennes
1-0 Lewis Morgan
2-0 Ryan Christie
3-0 Michael Johnston
3-1 Adrien Hunou

Lazio 1-0 Cluj
1-0 Joaquin Correa

Vitoria 1-1 St. Liege
0-1 Maxime Lestienne
1-1 Andre Pereira

Sporting 4-0 PSV
1-0 Luiz Phellype
2-0 Bruno Fernandes
3-0 Jeremy Matheu
4-0 Bruno Fernandes(víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar