Það er alveg ljóst að starf Unai Emery hjá Arsenal er í gríðarlegri hættu eftir leik í Evrópudeildinni í kvöld.
Arsenal mætti Frankfurt frá Þýskalandi en þeir ensku gátu tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.
Eftir að hafa komist 1-0 yfir þá tapaði Arsenal þeirri forystu niður í seinni hálfleik og þurfti að sætta sig við 1-2 tap á heimavelli.
Arsenal er með 10 stig á toppi riðilsins, Frankfurt er með 9 og Standard Lieger með 7 fyrir lokaumferðina.
Arnór Ingvi Traustason lagði upp mark fyrir lið Malmö sem spilaði við Dynamo Kiev á sama tíma.
Leiknum lauk með 4-3 sigri Malmö en sigurmarkið skoraði Markus Rosenberg á 96. mínútu í uppbótartíma.
Malmö er í öðru sæti með átta stig fyrir lokaumferðina og er því í góðri stöðu með að tryggja sér áfram í næstu umferð. Dynamo er með sex í því þriðja.
Fleiri leikir voru á dagskrá og hér má sjá helstu úrslitin.
Arsenal 1-2 Frankfurt
1-0 Pierre Emerick Aubameyang
1-1 Daichi Kamada
1-2 Daichi Kamada
Malmö 4-3 Dynamo Kiev
1-0 Rasmus Bengtsson
1-1 Vitali Mykolenko
1-2 Viktor Tsygankov
2-2 Markus Rosenberg
3-2 Erdal Rakip
3-3 Benjamin Verbic
4-3 Markus Rosenberg
Sevilla 2-0 Quarabag
1-0 Bryan Gil
2-0 Munas Dabbur
Celtic 3-1 Rennes
1-0 Lewis Morgan
2-0 Ryan Christie
3-0 Michael Johnston
3-1 Adrien Hunou
Lazio 1-0 Cluj
1-0 Joaquin Correa
Vitoria 1-1 St. Liege
0-1 Maxime Lestienne
1-1 Andre Pereira
Sporting 4-0 PSV
1-0 Luiz Phellype
2-0 Bruno Fernandes
3-0 Jeremy Matheu
4-0 Bruno Fernandes(víti)