Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur áhyggjur af Eden Hazard, lykilmanni liðsins.
Hazard fór meiddur af velli í gær er Real gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.
Zidane staðfesti það eftir leik að meiðslin gætu verið alvarleg en Belginn var sárþjáður í leikslok.
,,Við höfðum smá áhyggjur af Hazard eftir leikinn. Hann fann til og þetta var meira en bara högg,“ sagði Zidane.
,,Hann virðist hafa snúið upp á ökklann, ég vona að hann finni ekki mjög mikið til. Við fáum fleiri fréttir á næstu dögum.“