Það var smá hiti í leikmönnum U19 liðs Liverpool sem spilaði við U19 lið Napoli í dag.
Um var að ræða leik í Meistaradeild unglingaliða en Liverpool vann sannfærandi 7-0 sigur.
Curtis Jones, fyrirliði liðsins, lét í sér heyra í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu.
Jones var eitthvað pirraður út í liðsfélaga sinn Harvey Elliott og sagði honum að halda kjafti.
,,Hey Harvey. Haltu kjafti eða ég tek líka næsta víti. Þegiðu,“ sagði Jones við liðsfélaga sinn en þeir rifust um hvort ætti að taka spyrnuna.
Þetta má sjá hér.
😂| Jones telling Elliott who is boss! ‘Harvey, shut your mouth or the next pen I’ll take aswell!’ pic.twitter.com/DxGH3FIe8l
— The Kopite (@TheKopiteOFF) 27 November 2019