Maurizio Sarri, stjóri Juventus, var undrandi í gær eftir mark Paulo Dybala í 1-0 sigri á Atletico Madrid.
Dybala skoraði beint úr aukaspyrnu úr afar erfiðu færi en flestir hefðu gefið boltann fyrir frekar en að skjóta.
,,Dybala skoraði mark sem enginn hefði getað ráðlagt honum að einu sinni reyna,“ sagði Sarri.
,,Það fyrsta sem þjálfari segir í þessari stöðu er: ‘Af hverju í fjandanum ertu að skjóta þaðan?’ Þess vegna var þetta magnað.“
,,Hann á allt hrós skilið, fyrir frammistöðuna og tæknileg tilþrif sem voru frábær.“