fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Pétur úr boltanum í pulsurnar: Tækifæri sem hann gat ekki sleppt – „Á minningar héðan í gamla daga með ömmu og afa“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Viðarsson, er þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum með FH en hann hefur nú lagt skóna á hilluna. Síðustu 18 mánuði hefur hann staðið í veitingarekstri. Pétur keypti Pylsubarinn sem er þekktur staður í Hafnarfirði, staðurinn opnaði fyrir 30 árum.

„Ég var með ákveðnar hugmyndir sem ég ætlaði að gera í veitingarekstri. Og svo kom þetta tækifæri upp óvænt og mér fannst þetta eiginlega of spennandi til að sleppa því. Þetta er sögufrægur staður í Hafnarfirðinum,“ sagði Pétur í Landanum á RÚV um helgina.

Það vakti athygli á dögunum þegar Pétur sem er 32 ára gamall ákvað að hætta í fótbolta, hann hefur alla tíð spilað með FH fyrir utan eitt ár í Víking. Hann var afar sigursæll á ferli sínum. Það er aðeins öðruvísi að afgreiða pulsur og hamborgara en að að sparka í bolta.

,,Það tók smá tíma að læra allt, setja sinnepp á pulsuna og svona. Það er aldrei eins, maður er alltaf að gera eitthvað nýtt.“

Hafnfirðingar eru afar duglegir að heimsækja staðinn. ,,Þetta er sögufrægur staður í Hafnarfirði, ég á minningar héðan í gamla daga með ömmu og afa. Þau bjuggu hérna rétt fyrir ofan, sem krakki kom maður og fékk samloku og franskar. Mér fannst þetta geggjað tækifæri, að taka við þessu.“

Innslagið úr Landanum má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill