fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Mörgum brugðið eftir að Arnar var rekinn í morgun: Gjaldþrot og mikil óvissa – „Ég ætla ekki að gráta þetta lengi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég get alveg sagt það, að þetta kom mér, öllu starfsfólki félagsins og leikmönnum mjög á óvart,“ sagði Arnar Grétarsson, sem var í daginn rekinn úr starfi í Belgíu. Arnar tók við þjálfun KSV Roeselare í sumar, félagið var á vondum stað og nýir eigendur ætluðu sér stóra hluti. Arnar átti að rétta skútuna við en félagið hafði átt í miklum fjárhagsvandræðum. Félagið leikur í næst efstu deild í Belgíu.

,,Þetta hefði komið minna á óvart í upphafi tímabils, þegar við vorum ekkert að vinna leiki, þegar það var samið við mig þá töluðu þeir þannig, að þeir áttuðu sig á stöðunni. Þeir töluðu um að ég þyrfti tíma, maður veit samt alveg hvernig boltinn er. Menn eru fljótir að gleyma því sem er sagt í þessum bransa. Við áttum fínan leik um helgina, náðum í gott stig. Menn er fljótur að gleyma hvað þeir segja. Það kom í ljós, við erum búnir að gera vel. Þetta kemur svolítið á óvart, ég hef lengi verið í boltanum og því ætti þetta kannski ekki að koma á óvart.“

Ljóst er að aðstæðurnar sem Arnar vann við, er ekki eitthvað sem á að venjast í atvinnumennsku í fótbolta.

,,Þegar ég tek til starfa þá voru níu leikmenn á samning, þetta er á þriðjudegi og fyrsti leikur var á sunnudag. Svo voru fimm markmenn og leikmenn úr varaliðinu. Það var ekki búið að borga leikmönnum laun í 3-4 mánuði. Leikmenn vissu ekkert og höfðu ekki fengið nein laun. Þeir höfðu æft með aðstoðarþjálfara sem átti aldrei að stýra liðinu. Við fáum tvo leikmenn í vikunni fyrir fyrsta leik, við náðum í lið. Frá þeim tíma og fram að lokum félagaskiptagluggans, fáum við inn að ég held 16 leikmenn. Tíu af þeim komu í síðustu vikunni. Það tekur tíma að búa eitthvað til úr slíku. Eftir fjóra leiki verður félagið gjaldþrota í átta daga, við máttum ekki að æfa. Maður lærir best í erfiðri stöðu, þetta hefur verið gríðarleg áskoun. Ég hef haft virkilega gaman af þessu. Þetta kom virkilega á óvart, leiðinlegt að lenda í þessu. Ég ætla ekki að gráta þetta lengi.“

Í færslu á Facebook skrifaði Arnar um málið og lýsti aðstæðum þannig að þetta hefði líklega aldrei áður gerst í atvinnumennsku. ,,Það að verða gjaldþrota í stuttan tíma, koma inn með leikmannahópinn svona. Þetta er mjög sjaldgæft, fjórum dögum fyrir fyrsta leik að vera með níu leikmenn. Það er mjög sérstakt að þurfa að gera allt. Flestir af þeim leikmönnum sem koma, þú hefur ekki neinn tíma til að skoða þá. Þú verður bara að taka sénsinn, margir af þeim voru mjög fínir en aðrir ekki nógu góðir. Það er margt sem hefði mátt vera betra. Mikael Silvestre, fyrrum varnarmaður Manchester United. Hann átti að vera yfirmaður yfir þessu hérna, ég hitti hann einu sinni. Það var ekki meira, ég veit ekki hversu mikið eigendur félagsins vissu.“

Arnar fer sáttur frá borði, hann hafi gert sitt besta. ,,Spilamennskan hefur verið mjög góð undanfarið, ég horfði meira í það þrátt fyrir að úrslitin hafi líak verið góð. Sem dæmi gerum við jafntefli í upphafi móts en vorum lítið með boltann, fengum 30 skot á okkur en áttum bara 2. Leikmennirnir og þjálfarar hafa verið að tala um bætinguna, það eitt og sér segir ýmislegt. Eftir síðasta leik, fæ ég spurningu frá fréttamanni um það hvernig okkur hafi tekist að bæta leik liðsins svona mikið. Munurinn var svakalegur. Þetta kom öllum hér á óvart, eftir að ég fékk uppsagnarbréfið í morgun þá ræddi ég við leikmenn og þar kom alveg í ljós að þeim var brugðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“