Það er enn spenna í riðli Liverpool í Meistaradeildinni eftir jafntefli liðsins við Napoli í kvöld.
Liverpool lenti undir snemma leiks á heimavelli en Dejan Lovren bjargaði stigi í seinni hálfleik.
Liverpool er með 10 stig á toppi riðilsins en þar á eftir koma Napoli með 9 og Salzburg með 7 fyrir lokaumferðina.
Barcelona er komið í 16-liða úrslit keppninnar eftir leik við Borussia Dortmund heima á sama tíma.
Barcelona er með 11 stig eftir 3-1 sigur í kvöld, fjórum stigum á undan bæði Inter Milan og Dortmund.
Hér má sjá öll úrslit og markaskorara kvöldsins.
Liverpool 1-1 Napoli
1-0 Dries Mertens(21′)
1-1 Dejan Lovren(65′)
Barcelona 3-1 Dortmund
1-0 Luis Suarez(29′)
2-0 Lionel Messi(33′)
3-0 Antoine Griezmann(67′)
3-1 Jadon Sancho(77′)
Lille 0-2 Ajax
0-1 Hakim Ziyech(2′)
0-2 Quincy Promes(59′)
Slavia Prag 1-3 Inter Milan
0-1 Lautaro Martinez(19′)
1-1 Tomas Soucek(víti, 37′)
1-2 Romelu Lukaku(81′)
1-3 Lautaro Martinez(88′)
Genk 1-4 Salzburg
0-1 Patson Daka(43′)
0-2 Takumi Minamino(45′)
0-3 Hee-Chan Hwang(69′)
1-3 Mbwana Samata(85′)
1-4 Erling Haland(87′)
RB Leipzig 2-2 Benfica
0-1 Pizzi(20′)
0-2 Carlos Vinicius(59′)
1-2 Emil Forsberg(víti, 89′)
2-2 Emil Forsberg(96′)