Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála Paris Saint-Germain, hefur tjáð sig um ummæli Zinedine Zidane í vikunni.
Zidane tjáði sig um ungstirnið Kylian Mbappe og sagðist vera ‘ástfanginn’ af leikmanninum.
Leonardo var spurður út í ummælin eftir 2-2 jafntefli liðanna í gær en hann efast ekki um að Mbappe verði áfram í Frakklandi.
,,Sagði hann þetta? Ég hafði ekki séð það. Það eina sem ég veit er að Mbappe verður 100 prósent áfram hérna,“ sagði Leonardo.
,,Við erum hægt og rólega að ræða nýjan samning en við erum að taka skref fram á við.“