Dele Alli hefur tjáð sig um ákvörðun Jose Mourinho að skipta Eric Dier af velli í gær í fyrri hálfleik.
Dier var tekinn af velli eftir 29 mínútur í gær er Tottenham var að tapa 0-2 gegn Olympiakos í Meistaradeildinni.
Christian Eriksen kom inná fyrir Dier og það skilaði sér en Tottenham vann að lokum 4-2 heimasigur.
,,Við vorum að tapa og stjórinn tók ákvörðun um að taka sóknarsinnaðan miðjumann inn og allir hefðu getað verið teknir útaf, þar á meðal ég,“ sagði Alli.
,,Ég var ömurlegur fyrstu 20 mínúturnar en þetta er liðsleikur og sem betur fer þá virkaði þetta.“