Það eru tveir leikmenn sem eru á toppnum þegar kemur að því að skapa færi í ensku úrvalsdeildinni.
Það eru leikmenn Manchester City og Liverpool en bæði Kevin de Bruyne og Trent Alexander-Arnold hafa skapað 46 færi.
Um er að ræða tvo skapandi leikmenn en Gylfi Þór Sigurðsson kemst einnig á lista.
Gylfi er í 8. sæti af 10 leikmönnum en hann hefur skapað 26 færi á 879 mínútum sem er flottur árangur.
Hér má sjá þá sem skapa mest.
1. Kevin De Bruyne: 46 færi (966 mínútur spilaðar)
2. Trent Alexander-Arnold: 46 færi (1,170 mínútur spilaðar)
3. Lucas Digne: 35 færi (1,153 mínútur spilaðar)
4. Jack Grealish: 31 færi (984 mínútur spilaðar)
5. Pascal Groß: 28 færi (782 mínútur spilaðar)
6. James Maddison: 28 færi (1,054 mínútur spilaðar
7. Emiliano Buendia: 28 færi (1,055 mínútur spilaðar)
8. Gylfi Sigurdsson: 26 færi (879 mínútur spilaðar)
9. Sadio Mane: 25 færi (1,058 mínútur spilaðar)
10. João Moutinho: 24 færi (1,080 mínútur spilaðar)