Það fór stórkostlegur leikur fram í Meistaradeildinni í kvöld er Paris Saint-Germain heimsótti Real Madrid.
Real var í frábærri stöðu undir lok leiksins eftir tvennu Karim Benzema og útlit fyrir að öruggur heimasigur yrði niðurstaðan.
PSG skoraði hins vegar tvö mörk á nánast sama tíma eftir seinna mark Real og tryggði sér efsta sæti riðilsins þegar ein umferð er eftir.
Tottenham bauð einnig upp á frábæra endurkomu í leik gegn Olympiakos í London.
Tottenham lenti óvænt 0-2 undir á heimavelli en sneri leiknum sér í vil og vann að lokum 4-2 sigur.
Fleiri leikir voru á dagskrá og hér má sjá úrslitin úr þeim.
Real Madrid 2-2 PSG
1-0 Karim Benzema(17′)
2-0 Karim Benzema(79′)
2-1 Kylian Mbappe(81′)
2-2 Pablo Sarabia(82′)
Tottenham 4-2 Olympiakos
0-1 Youseff El Arabi(6′)
0-2 Ruben Semedo(19′)
1-2 Dele Alli(45′)
2-2 Harry Kane(50′)
3-2 Serge Aurier(73′)
4-2 Harry Kane(77′)
Juventus 1-0 Atletico Madrid
1-0 Paulo Dybala(45′)
Red Star 0-6 Bayern Munchen
0-1 Leon Goretzka(14′)
0-2 Robert Lewandowski(53′)
0-3 Robert Lewandowski(60′)
0-4 Robert Lewandowski(64′)
0-5 Robert Lewandowski(68′)
0-6 Corentin Tolisso(90′)
Atalanta 2-0 Dinamo Zagreb
1-0 Luis Muriel(víti, 27′)
2-0 Alejandro Gomez(47′)
Manchester City 1-1 Shakhtar Donetsk
1-0 Ilkay Gundogan(56′)
1-1 Manor Solomon(69′)