John Aldridge, goðsögn Liverpool, segir að Roberto Firmino verði að skora mörk fyrir liðið þrátt fyrir að vera ekki helsta vopn liðsins fyrir framan markið.
Firmino skorar ekki eins mikið og aðrir leikmenn liðsins en hann komst loksins á blað um helgina í sigri á Crystal Palace.
,,Það var frábært að sjá Roberto Firmino skora í fyrsta sinn í sjö leikjum. Hann býður upp á mikið, hann er ekki hreinn markaskorari en hann er framherji og þarf að skora mörk,“ sagði Aldridge.
,,Ég veit hvernig það er að vera framherji og að tapa sjálfstraustinu, þú þarft smá heppni til að fá það aftur.“
,,Ég held að laugardagurinn hafi gert mikið fyrir hann og við munum sjá fleiri mörk frá Bobby á næstu vikum.“