Frá árinu 2001 hefur knattspyrnuáhugafólk geta valið lið ársins í Meistaradeildinni, þar hefur margt áhugavert verið.
UEFA hefur sett saman draumalið úr öllum þessum liðum, þeir leikmenn sem oftast hafa verið í liðinu setja það saman.
Þarna má finna nokkra leikmenn frá Real Madrid og Barcelona en þarna má einnig finna Steven Gerrard og Thierry Henry.
Barcelona á fimm fulltrúa í liðinu en félagið hefur verið hreint magnað síðustu ár.
Draumaliðið má sjá hér að neðan.
Draumalið Meistaradeildarinnar: Casillas; Ramos, Pique, Puyol, Lahm; Gerrard, Xavi, Iniesta; Ronaldo, Messi Henry.