Darren Fletcher, fyrrum leikmaður Manchester United er byrjaður að þjálfa hjá West Brom til að halda áfram að mennta sig í fræðunum.
Fletcher lék einnig með Stoke og West Brom á ferli sínum en er hættur. Hann hefur verið orðaður við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Manchester United.
West Brom bauð Fletcher að koma og starfa hjá félaginu með yngri leikmenn, hann hefur áhuga á þjálfun.
,,Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Fletcher. ,,Ég er að vinna í A-gráðu minni og þegar boðið kom þá var það einfallt mál að taka því.“
,,Ég elska að koma aftur til félagsins, þetta er sérstaktur staður. Þetta er eins og að vera með fjölskyldu.“