Það er líklegast að Marco Silva, stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton verði næstur til að missa starf sitt á Englandi.
Silva og félagar töpuðu gegn Norwich á heimavelli um helgina, afar slæm úrslit sem gætu reynst Silva dýr.
Unai Emery, stjóri Arsenal er næst líklegastur til að verða rekinn en stuðningsmenn Arsenal kalla eftir því.
Þar á eftir koma Manuel Pellegrini hjá West Ham og Quique Sanchez Flores, stjóri Watford sem nýlega tók við gæti misst starf sitt.
Þá er Ole Gunnar Solskjær í fimmta sæti en ekki er líklegt að hann verði rekinn á næstunni.
Hér að neðan eru þeir fimm líklegustu.