Neil Critchley mun stýra liði Liverpool í deildarbikarnum gegn Aston Villa þann 17. desember.
Þetta var staðfest í kvöld en Critchley þjálfar U23 lið Liverpool sem verður notað í þeirri viðureign.
Ástæðan er sú að Liverpool spilar á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar aðeins 24 tímum eftir leikinn við Villa.
Ljóst er að leikmenn aðalliðsins geta ekki spilað báða leikina og ferðast Jurgen Klopp með þá til Katar.
Liverpool reyndi að fá Villa til að spila leikinn í Katar en félagið fékk höfnun.