Malcom, leikmaður Zenit, segir að stuðningsmenn Barcelona vilji fá sig aftur til félagsins.
Malcom var seldur til Zenit í sumar en hann lék aðeins með Barcelona í eitt ár og fékk ekki mörg tækifæri.
Það sama má segja um tíma hans hjá Zenit en Brassinn segir þó að spænskir stuðningsmenn biðji sig um að koma aftur.
,,Ég get sagt það að ég hef fengið skilaboð um að koma aftur til Barcelona,“ sagði Malcom.
,,Í hvert einasta skipti sem ég fékk tækifæri frá stjóranum þá gerði ég mitt og gerði það vel. Þess vegna elska stuðningsmennirnir mig.“