fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Segir endalausar sögur um peningamál FH vera þreyttar: Búa til sögur – „Verkfall í sumar, var ekkert verkfall“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það rigndi yfir okkur tölvupóstum og skilaboðum á föstudag og laugardag, að leikmenn FH ætluðu í verkfall í leiknum gegn KR á laugardag. Vegna umræðu sem þið þekkið, það reyndist vera algjört bull. Mættu bara með nýjan geggjaðan leikmann, Emil Hallfreðsson,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football í þætti sínum í dag.

Endalausar sögur virðast koma úr Kaplakrika ef marka má umræðuna sem verið hefur síðustu vikur, mikið af þeim virðast vera langt frá sannleikanum.

,,Ég heyrði fleiri sögur að þeir væru í verkfalli, að þeir mættu ekki á æfingar en mættu í leiki. Þetta er þeirra að leysa, góðar fréttir úr Krikanum. Þeirra aðalmaður kemur með endurkomu í janúar, Jón Rúnar Halldórsson ætlar aftur í stjórn í janúar,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins.

Mikael Nikulásson sagði að umræðan um FH væri þreytt, augljóst væri að margir væru að búa til hluti, til að búa til meiri umræðu. Sögur um verkfall og peningavandræði félagsins, væru stórlega ýktar.

,,Það eru endalausar sögur, er þetta ekki orðið frekar þreytt. Verkfall í sumar, var ekkert verkfall. Verkfall á laugardaginn, ekkert verkfall. Núna eru menn bara byrjaðir að búa til sögurnar um FH. Til að hafa eitthvað til að tala um, þeir voru með ágætis lið á móti KR á laugardag. Þeir voru á æfingu á föstudaginn, ég held að menn ættu að fara að slaka á. Þetta er orðið þreytt.“

Mikael segir að þetta sé komið gott. ,,Ég er að tala hreina íslensku, endalaust að tala um eitthvað sem stenst ekkert. Voðalega þreytt. Það getur vel verið að einhver eigi inni laun, þeir eru að æfa og spila eins og önnur lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning

Tók ekki í mál að fara og krotar nú undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah