Það kemur kannski mörgum á óvart að heyra af því að David Moyes náði í fleiri stig með Manchester United en Ole Gunnar Solskjær hefur gert.
Moyes tók við af Sir Alex Ferguson árið 2013 en hann var látinn fara aðeins mánuðum seinna.
Moyes var með 50 prósent sigurhlutfall í úrvalsdeildinni en Solskjær er aðeins með 47 prósent á sama tíma.
Gengið er annars mjög svipað en United fékk á sig 40 mörk eftir 34 leiki undir báðum stjórum.
Solskjær byrjaði gríðarlega vel er hann tók við í desember og vann 10 af fyrstu 12 leikjunum.
Eins og sjá má hefur gengið þó versnað töluvert síðan þá.