Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur rætt við son Mauricio Pochettino eftir að sá síðarnefndi var rekinn í síðustu viku.
Maurizio Pochettino er sonur Mauricio en hann er ungur leikmaður og spilar með varaliði Tottenham.
Mourinho ætlar að hringja í Argentínumanninn að lokum en vill leyfa honum að komast yfir brottreksturinn áður en það gerist.
,,Ég ræddi við son hans sem er leikmaður í akademíunni og ég held að geti áttað sig á hvernig mér líður í gegnum hann,“ sagði Mourinho.
,,Ég mun hringja í hann en ég vil leyfa honum að taka á þessu. Ég sagði einnig við þá leikmenn sem eru í sambandi við hann að hann megi koma hvenær sem hann vill.“