Sir Alex Ferguson var mættur í stúkuna í gær er Manchester United heimsótti Sheffield United. Ferguson er goðsögn hjá United en hann er sigursælasti stjóri í sögu félagsins og lét af störfum árið 2013.
Hann sá leikinn ásamt Ed Woodward, stjórnarformanni United, en honum lauk með 3-3 jafntefli. Það var hiti á milli þeirra á meðal leik stóð en Woodward öskraði til að mynda eitthvað á Skotann.
Hvað þeir voru að ræða er óljóst en talsverður hiti var á milli þeirra. Margir stuðningsmenn félagsins, kalla eftir því að Woodward verði nú rekinn. Það sé ekki boðlegt að rífast á þennan hátt við Ferguson.
,,Manchester United er í rúst, Ed Woodward er að rífast við Sir Alex Ferguson í stúkunni,“ skrifar einn.
,,Regla númer eitt í fótbolta er að valda ekki Sir Alex Ferguson vonbrigðum,“ skrifar annar og er fjöldi annara í þessum dúr.